

Almenn þjónusta
Lögmenn Codexnova lögmannsstofu annast alla almenna lögfræðiráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Markmið okkar er að tryggja viðskiptavinum trausta og áreiðanlega lögmannsþjónustu og ráðgjöf. Við leggjum áherslu á persónulega nálgun og áræðni.
Fasteignamál
Vantar þig ráðgjöf vegna sölu eða kaupa á fasteign? Vantar þig aðstoð vegna galla eða annara vanefnda? Codexnova lögmannsstofa veitir einstaklingum, fyrirtækjum og húsfélögum ráðgjöf vegna þeirra fjölmörgu álitaefna sem tengjast fasteignum og fastegnaviðskiptum.
Skaðabóta- og slysamál
Við gætum hagsmuna þinna gagnvart bótaskyldum aðilum hvort sem um er að ræða líkamstjón, eignatjón eða annað tjón. Þá höldum við uppi vörnum ef skaðabótakrafa beinist að þér.
Verjendastörf og réttargæsla
Allir sakborningar eiga rétt á réttlátri málsmeðferð. Einnig sinnum við réttargæslu fyrir þolendur afbrota.
Innheimta
Innheimtuþjónusta okkar er kröfhafa að kostnaðarlausu. Hafðu samband ef þú vilt koma kröfum í innheimtu eða athuga hvort við getum aðstoðað þig við innheimtuna.