Fasteignamál
Vantar þig ráðgjöf vegna sölu eða kaupa á fasteign? Vantar þig aðstoð vegna galla eða annara vanefnda? Við veitum einstaklingum, fyrirtækjum og húsfélögum ráðgjöf vegna þeirra fjölmörgu álitaefna sem tengjast fasteignum og fastegnaviðskiptum.
Ef þú telur að brotið hafi verið á þínum rétti eða vilt afla þér frekari upplýsinga, hafðu þá samband við okkur í síma 511 70 30, með tölvupósti á erindi@codexnova.is eða með því að smella hér.

GALLAR OG VANEFNDIR
Ágreiningsefni vegna fasteignakaupa
Fasteignaviðskipti eru að jafnaði stærstu viðskipti einstaklinga á lífsleiðinni. Gallamál og önnur vanefndamál geta valdið miklu álagi og því mikilvægt að taka fast á þannig málum frá upphafi. Við aðstoðum kaupendur og seljendur fasteigna vegna ágreinings sem upp kann að koma vegna galla, greiðsludráttar, afhendingardráttar eða annarra vanefnda. Þetta getur átt við um kröfur á hendur byggingarstjóra, hönnuði og tryggingarfélögum þeirra vegna galla í nýbyggingum.
KAUP OG SALA FASTEIGNA
Samninga- og skjalagerð.
Ef aðilar hafa komið sér saman um kaup og sölu á fasteign getur við aðstoðað aðila með frágang á skjölum og gætt að hagsmunir beggja séu tryggðir.


FJÖLEIGNAHÚS
Ráðgjöf við húsfélög
Ráðgjöf fyrir húsfélög og eigendur fjöleignarhúsa (íbúðar- eða atvinnuhúsnæðis) t.d. vegna breytinga á húsum, byggingarrétt, viðhaldsframkvæmdir, kostnaðarskiptingu o.s.frv.
Húsfundaþjónustu, þ.e. aðstoð við fundarboðun, fundarstjórn og fundarritun.
LEIGA
Ráðgjöf við leigusala og leigjendur
Ráðgjöf fyrir leigusala og leigjendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis svo sem gerð leigusamninga, uppsögn, riftun og útburðarmál.
DÓMSMÁL OG KÆRUMÁL
Með þér frá upphafi máls til loka
Þó árhersla okkar sé ávalt að ná samkomulagi og sáttum í þeim málum sem við tökum að okkur er oft nauðsynlegt að leita til úrskurðaraðila eða dómstóla.